Liðveisla í Múlaþingi

Liðveisla felst í  því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu.

Hver einstaklingur fær u.þ.b. tvær til fjórar klst. á viku í liðveislu og er þetta kjörið starf með námi fyrir fólk eldra en 18 ára en um tímavinnu er að ræða.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta.
  • Ökuréttindi eru æskileg.
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur.