Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir deildarstjóra
Bjarkatún auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra frá 1. janúar 2026.
Leikskólinn Bjarkatún er 3 deilda leikskóli með 28 börn staðsettur á Djúpavogi sem þekkt er fyrir fallegt umhverfi og útivistarsvæði. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Cittaslow og Uppeldi til ábyrgðar. Samvinna, traust og virðing eru lykilorð okkar í leikskólanum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu Deildarstjóra
- Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
- Að sjá um skipulagningu, stjórnun og mat á starfi deildarinnar
- Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
- Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
- Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskileg
- Reynsla af vinnu í leikskóla er æskileg
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur