Leiðtogi á verkstæði

Óskað er eftir öflugum leiðtoga til starfa hjá ört vaxandi fyrirtæki

Verkfæri ehf. óskar eftir starfsmanni með góða verklega færni og öguð vinnubrögð til að leiða verkstæði fyrirtækisins á Austurlandi. Um er að ræða fjölbreytt verkefni þar sem reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og gott skipulag. Eftirsóknarvert er að fá til liðs við okkur þá sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum við að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina og hafa jákvætt hugarfar.

Helstu verkefni

  • Viðgerðir, viðhald og standsetning á vélum og tækjum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Almennur áhugi og þekking á vélum og tækjum nauðsynleg
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
  • Iðnmenntun kostur

Um er að ræða fullt starf

Verkfæri ehf. selur vélar, tæki og hugbúnað til jarðvinnuverktaka, framleiðslufyrirtækja o.fl. aðila. Fyrirtækið hefur starfað síðan 2009 og rekur tvær starfsstöðvar, í Kópavogi og á Akureyri og stendur til að opna starfsstöð á Austurlandi. Verkfæri ehf. er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá fyrirtækinu starfa 22 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn. Lögð er rík áhersla á að starffsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.

Ferilskrá og frekari upplýsingar um það hvers vegna þú tgelur að þú sért rétti aðilinn í starfið sendist á Elvar Orra Hreinsson, framkvæmdastjóra Verfæra ehg. ([email protected])

Allar upplýsingar meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.