Laust starf matráðs við Vopnafjarðarskóla

Laust er til umsóknar starf matráðs við Vopnafjarðarskóla.
Um er að ræða 100% starf frá 15. ágúst 2020.
Vopnafjarðarskóli er heilsueflandi skóli og matseðill er unninn í samræmi við
ráðleggingar Landlæknisembættisins um hollt mataræði.

Helstu verkefni:

• Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu.
• Sér um innkaup og pantanir á mat.
• Sér um frágang og þrif í eldhúsi og matsal auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfniskröfur:

• Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð.
• Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt.
• Hreinlæti og snyrtimennska.
• Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji.
• Lipurð og færni í samskiptum, jafnt við börn sem fullorðna.
• Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af sambærilegu star er kostur.
• Góð íslenskukunnátta æskileg.

Nánari upplýsingar um starð veitir skólastjóri í síma 861 4256.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí 2020.
Umsækjendur eru beðnir að senda umsóknir á netfangið [email protected].

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga
og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Deila