Laust starf gjaldkera á fjármálasviði Fljótsdalshéraðs

Um er að ræða:
Starf gjaldkera 50-60% stöðugildi.
Leitað er að einstaklingi í framtíðarstarf, hefur til að bera drifkraft og frumkvæði og finnst skemmtilegt að vinna með öðru fólki.
Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi seinna en 1. nóvember 2019.

Helstu verkefni eru:
• Sjá um greiðslu reikninga sem berast sveitarfélaginu í umboði fjármálastjóra.
• Taka þátt í vinnu við fasteignagjöld og fleiri tilfallandi verkefni.
• Samstarf við stjórnendur sveitarfélagsins og forstöðumenn auk þess að eiga samskipti við annað starfsfólk.
• Samskipti við viðskiptamenn og afstemmingar.
• Vinnsla fer að stærstum hluta fram í fjárhagskerfum sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði fjármála kostur.
• Þekking og reynsla úr umhverfi NAV fjárhagskerfa æskileg.
• Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, metnaður og frumkvæði
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar veitir fjármálastjóri, sími 470 0700 eða [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2019.
Umsókn merkt Gjaldkeri umsókn berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið [email protected]

Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, S: 4 700700
[email protected], fljotsdalsherad.is