
Laust 100% starf skrifstofumanns á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum
Laust er til umsóknar 100% starf skrifstofumanns á skrifstofu sýslumannsins á Austurlandi á Egilsstöðum. Um ráðningar og starfskjör fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Sameykis. Þá gildir stofnanasamningur embættisins við Sameyki um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfið felst auk almennrar skrifstofuvinnu í vinnu við móttöku þinglýsingargagna, vegabréfa- og ökuskírteinaafgreiðslu.
Hæfniskröfur
- Æskilegt er því að viðkomani hafi góða tölvukunnáttu og sýni nákvæmni í vinnubrögðum. Starfsmaður er jafnframt gjaldkeri skrifstofunnar á Egilsstöðum og þarf að annast uppgjör. Leitað er að starfsmanni með ríka þjónustulund og þolinmæði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Starfið hentar öllum kynjum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2023.
Nánari upplýsingar veitir:
- Lárus Bjarnason, Sýslumaður – larus@syslumenn.is – 458 2710
- Birna Kristín Einarsdóttir, Sýslumannsfulltrúi – birnak@syslumenn.is – 458 2700
Sótt er um starfið í gegnum Starfatorg: Stjórnarráðið | Laust 100% starf skrifstofumanns á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum (stjornarradid.is)