LAUS STÖRF VIÐ SÖFNIN Í FJARÐABYGGÐ

Safnastofnun Fjarðabyggðar auglýsir eftir sumarstarfsmönnum sumarið 2023 til að vinna við minjasöfn. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með samskipti við fólk.

Störfin sem ráðið verður í eru:

Frakkar á Íslandsmiðum.

Eitt starf dagvinna og helgarvinna frá 15. maí til 30. september 2023.

 

Sumarstarf við Safnastofnun.

Dagvinna frá 1. júní til 31. ágúst 2023.

Starfið verður skipulagt eftir álagi á söfnum og í samstarfi við félög eldri borgara sem jafnframt sinna yfirsetu safnanna.

 

Söfnin sem um ræðir eru:

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði.

Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði.

Safnahúsið í Neskaupstað, Neskaupstað.

 

Helstu verkefni:

  • Safnastörf sem fela í sér almenn safnastörf, móttaka bókanna, viðhald sýninga, forvarsla, skráning muna, dagleg þrif.
  • Móttaka gesta og viðskiptavina.
  • Leiðsögn um söfn og kynning þeirra til gesta.
  • Annast innkaup og umsjón rekstrarvara og minniháttar búnaðar.
  • Aðstoð við skipulagningu dagskrár starfseminnar.

Hæfniskröfur:

  • Framhaldsskólamenntun sem hafin er eða lokið.
  • Reynsla af þjónustustörfum.
  • Reynsla af safnastörfum er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta og íslensk ritfærni.
  • Önnur tungumálakunnátta er mikilvæg.

Umsóknarfrestur er til og með 20 febrúar nk.

Starfslýsing

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga.

Allir einstaklingar, óhað kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar.

Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected]

Sótt er um starfið hér