Laus störf hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi störf:
Stuðningsþjónustu.

Um er að ræða 25% starf með vinnutíma frá kl. 8.00 – 10.00, virka daga.
Stuðningsþjónusta er persónuleg aðstoð sem veitt er á heimilum fólks.
Umsóknarfrestur er til 25. mars nk.
Liðveislu.

Tímavinna. Liðveisla felst í því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við
að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu.
Hver einstaklingur fær u.þ.b. tvær til fjórar klst. á viku í liðveislu og getur vinnutími verið
sveigjanlegur.

Umsóknarfrestur er til 25. mars nk.
Sumarafleysingar í búsetuþjónustu við fatlað fólk.
Í búsetuþjónustu er veitt aðstoð til fatlaðs fólks við athafnir daglegs lífs s.s. heimilisstörf,
persónulega aðstoð, félagslega þátttöku og tómstundir.
Leitað er að fólki með almenna kunnáttu í heimilisstörfum og umönnun.
Um er að ræða vaktavinnu og í boði eru hlutastörf eða allt að 100% störf.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk.

Hæfniskröfur
• Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Íslenskukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
• Ökuréttindi eru æskileg.

Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir nánari samkomulagi. Fólk af báðum kynjum er hvatt
til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélög. Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir og fjölskylduvænir.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Aðalheiður Árnadóttir, verkefnastjóri
heimaþjónustu, í síma 470 0700 og á netfanginu [email protected].
Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og einnig á skrifstofu
Fljótsdalshéraðs.