
Kjörbúðin Neskaupstað
Kjörbúðin Neskaupstað leitar eftir starfsmanni í almenn verslunarstörf og er vinnutíminn samkomulagsatriði. Starfið felur í sér áfyllingar á vörum og afgreiðslu á kassa. Starfið krefst þess að starfsmaður vinni sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar og geti auk þess forgangsraðað verkefnum.
Helstu verkefni
– Áfyllingar á vörum
– Afgreiðsla á kassa
– Þjónusta við viðskiptavini
Hæfniskröfur:
– Rík þjónustulund
– Sjálfstæði
– Snyrtimennska
– Reynsla af verslunarstörfum er kostur
– Skipulögð vinnubrögð
Annað:
Frekari upplýsingar veitir verslunarstjóri í gegnum netfangið neskaupstadur@kjorbudin.is
– Heilsustyrkur til starfsmanna í boði
– Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
Samkaup hf. rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax. Hjá félaginu starfa um 1300 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum.
Sæktu um starfið hér: Kjörbúðin Neskaupstað | Kjörbúðin | Hlutastarf Neskaupstaður | Alfreð (alfred.is)