Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar

Staða kennara við Grunnskóla Reyðarfjarðar er laus til umsóknar.
Starfshlutfall er 100% og um er að ræða kennslu á unglingastigi,
m.a. dönsku og stærðfræði ásamt umsjónarkennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:
· Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.
· Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
· Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
· Góðir skipulagshæfileikar.
· Ábyrgð og stundvísi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2019.
Nánari upplýsingar veitir Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri, [email protected] og í síma 474-1247/8631247.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is