KENNARI VIÐ ESKIFJARÐARSKÓLA

Vegna tímabundinna forfalla er laust til umsóknar starf kennara í Eskifjarðarskóla. Um er að ræða allt að 100% stöðu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Í Eskifjarðarskóla er unnið í anda leiðsagnarnáms og næstkomandi skólaár hefst innleiðing byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Einkunnarorð skólans eru: Þekking, virðing, færni og áræði.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Á Eskifirði er einnig ein besta sundlaug á Íslandi.

Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennara sem vill ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
 • Að vinna við námsmat í Mentor, nemendaskrár og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
 • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
 • Starfar með umsjónarkennurum og námsráðgjöfum og veitir upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
 • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg.
 • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
 • Samskipta og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
 • Skipulagshæfileikar.
 • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
 • Starfslýsing grunnskólakennari

Starfslýsing grunnskolakennari

Umsóknarfrestur er til og með 18.september nk. og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar gefur: Sigrún Traustadóttir skólastjóri s. 868-8485 eða á [email protected]