Kennari í rafiðngreinum

Verkmenntaskóli Austurlands leitar að kennara í rafiðngreinum.

Starfið felst í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu kennslu og námsmats í þeim áföngum, sem viðkomandi er falið að kenna, þannig að markmiðum skólans sé fylgt. Einnig að fylgjast með að kennsla og námsefni uppfylli kröfur íslenskra laga og reglugerða sem gilda um rekstur framhaldsskóla sem og alþjóðlegar kröfur ef faggreinin veitir slík réttindi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Kennsla, undirbúningur kennslu, framkvæmd námsmats og faglegt samstarf í kennslugreinum, skv. gæðakerfi og öðrum markmiðum skóla sem og markmiðum aðalnámskrár
 • Viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar
 • Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi er lýtur að almennu skólastarfi og innan sinna greina

Hæfniskröfur

 • Meistararéttindi í rafiðngrein eða iðn-, tækni-, eða verkfræði á rafmagnssviði
 • Leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95/2019
 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæmni og góð skipulagshæfni
 • Áhugi á skólastarfi og vinnu með ungu fólki
 • Góð tölvukunnátta
 • Kennslureynsla og góð þekking á ólíkum kennsluaðferðum æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

 • Kynningarbréf þar sem fram kemur hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
 • Ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi
 • Upplýsingar um umsagnaraðila sem hafa má samband við

Í ljósi jafnréttisáætlunar skólans eru öll kyn hvött til að sækja um starfið.

Á heimasíðu skólans, www.va.is eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Ath. starfið er með staðsetningu í Verkmenntaskóla Austurlands, Fjarðabyggð.

Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2022.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2022

Nánari upplýsingar veitir Hafliði Hinriksson – [email protected] – 477 1620

Smelltu hér til að sækja um starfið