Isavia óskar eftir að ráða flugradíómann á Egilsstaðaflugvöll.

Isavia innanlands óskar eftir að ráða flugradíómann á Egilsstaðaflugvöll. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfunin tekur u.þ.b.  þrjá mánuði. Helstu verkefni eru að veita flugmönnum upplýsingar úr flugturni, fylgjast með fjarskiptarásum (radíó og síma) á auglýstum þjónustutíma, gerð og dreifing veðurathugana og fjarþjónusta við Akureyrarflugvöll.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]
Starfsstöð: Egilsstaðir

Hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð almenn tölvukunnátta
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Gerð er krafa um gott heilsufar
Isavia innanlands ehf. er dótturfyrirtæki
Isavia og annast rekstur allra innanlandsflugvalla. Starfið fellur undir starfsemi þess.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNIR:
ISAVIA.IS/ATVINNA

Deila