
Hreinsitækni leitar að verkstjóra
Hreinsitækni leitar að verkstjóra/aðstoðarmanni svæðisstjóra
Við leitum að sjálfstæðum starfsmanni í fullt starf í dagvinnu til að sinna fjölbreyttum verkefnum í starfsstöð okkar hjá Alcoa á Reyðarfirði.
Við leitum af einstaklingi sem er til í að ganga í öll verkefni af áræðni. Reynsla af stóriðju og verkstjórn er kostur ásamt því að hafa góða skipulagshæfni sem nýtist í starfi.
Helstu verkefni
- Fjölbreytt verkefni í samvinnu við svæðisstjóra
- Samskipti við viðskiptavini og birgja
- Umsjón með starfsfólki í verkefni
- Samhæfing verkefna með svæðisstjóra
- Umsjón með viðhaldi tækja í samráði við svæðisstjóra
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Reynsla af verkstjórn
- Grunn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund
- Góða samskiptafærni
- Gott vald á íslensku og ensku
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og lausnarmiðuð hugsun
- Öryggisvitund
- Að geta unnið undir álagi
Menntunarkröfur
- Ökuréttindi B
- Vinnuvélaréttindi – er kostur
- Meiraprófsréttindi – C er kostur
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur