Gæðastjóri óskast til starfa hjá Loðnuvinnslunni hf

Gæðastjóri hjá Loðnuvinnslunni ber ábyrgð á viðhaldi og þróun á gæðakerfi fyrirtækisins í samstarfið við aðra starfsmenn. Þvi er mikilvægt að viðkomandi vinni vel í teymi sem og sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Innleiðing vottana
 • Viðhald og þróun á gæðakerfi
 • Samskipti við viðskiptavini
 • Þróun nýrra ferla
 • Forysta í gæðamálum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði matvælafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á matvælavinnslu er æskileg
 • Þekking og/eða reynsla á innra eftirliti byggðu á HACCP
 • Æskilegt að þekkja BRC og/eða ISO
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, jákvæðni og góð samskiptahæfni

Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði.

Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling.

Starfið hentar umsækjendum af báðum kynjum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnfríður Eide Hafþórsdóttir mannauðsstjóri í síma 470 5000 en umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2023.