Framtíðarstarf í verslun og hlutastörf – tilvalið fyrir fólk á „besta aldri“

Vilt þú vera með okkur í liði?

Við leitum að jákvæðum og glaðlyndum einstaklingum til þess að slást í hópinn í verslun okkar á Egilsstöðum. Ef þú hefur gaman að því að selja og ert tilbúinn til þess að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina, þá gætum við verið með starfið fyrir þig.

Vinnutími er frá 9:00-18:00 virka daga og frá 10:00-14:00 annan hvern laugardag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við leitum einnig af liðsauka í hlutastörf þar sem vinnutími er umsemjanlegur, tilvalið fyrir fólk á „besta aldri“.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
 • Móttaka vöru, tiltekt og afgreiðsla pantana
 • Önnur tilfallandi verslunarstörf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð, skipulög og vönduð vinnubrögð
 • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
 • Sterk öryggisvitund
 • Almenn tölvukunnátta

Fríðindi í starfi

 • Afsláttarkjör í verslunum okkar
 • Aðgangur að orlofshúsum
 • Styrkir til heilsueflingar

Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Óli Sveinsson rekstrarstjori á [email protected]

Hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um, óháð kyni.

Gildin okkar eru: Áreiðanleiki – Þjónustulund – Þekking

Nánar um vinnustaðinn: https://www.husa.is