Framtíðarstarf hjá Olíudreifingu, Reyðarfjörður

Olíudreifing óskar eftir að ráða traustan meiraprófsbílstjóra til framtíðarstarfs. Leitað er að starfskrafti sem hefur ríka þjónustulund og getur unnið sjálfstætt. Starfsstöð er á Reyðarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Olíudreifing beint á tanka, vinnuvélar, skip og vinna í birgðastöð.
  • Skráning og frágangur afgreiðsluseðla við afgreiðslu eldsneytis.
  • Umhirða bifreiða.
  • Vinna í birgðarstöð.
  • Öryggismál og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt meirapróf.
  • Sjálfstæð, örugg og vönduð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Snyrtimennska og stundvísi.