FRAMTÍÐARSTARF Á EGILSSTÖÐUM

Eimskip leitar að öflugum og ábyrgum einstaklingum til framtíðarstarfa við vöruhúsaþjónustu hjá Eimskip Flytjanda á Egilsstöðum.
Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 8 – 16 alla virka daga.
Æskilegt er að viðkomandi sé reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf er á.

Helstu verkefni eru lestun/losun bíla, vöruafgreiðsla og akstur til viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur:
ˆ Góð þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
ˆ Ökuréttindi (B) skilyrði
ˆ Lyftarararéttindi (J) og meirapróf (C) er kostur
ˆ Framtakssemi, stundvísi og almenn hreysti
ˆ Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Jóhannsson, afgreiðslustjóri Eimskips á Egilsstöðum í
síma 825 7068.
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. september

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.