Fram­kvæmda­stjóri Vopna­skaks 2023

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2023 lausa til umsóknar.

Hátíðin verður haldin um og fyrir helgina 30. júní til 2. júlí 2023.

Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni og vinna að fjármögnun hennar, í samvinnu við menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps. Þarf viðkomandi að geta sinnt því af og til á vorönn 2023 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

Möguleiki á meiri vinnu eftir nánara samkomulagi.

Hæfniskröfur

  • Framkvæmdastjóri Vopnaskaks þarf að vera hugmyndaríkur, útsjónarsamur, hafa brennandi áhuga á að gera veg hátíðarinnar sem mestan. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna með fólki. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun viðburða.

Umsóknarfrestur

  • Umsóknarfrestur er til og með febrúar 2023.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafirði, eða á netfangið skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um starfið.