Forstöðumaður sumarfrístundar í Fjarðabyggð

Langar þér að starfa með börnum í Fjarðabyggð í sumar? Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir börn sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2020-2021. Sumarfrístundin verður opin frá kl. 07:45 til 12:15 frá og með mánudeginum 7. júní til föstudagsins 9. júlí. Samtals í 24 daga en lokað verður í sumarfrístundinni á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní. Starfið er 100% starf í sex vikur frá 31. maí til 11. júlí. Möguleiki er á áframhaldandi starfi hjá Fjarðabyggð eftir að sumarfrístund lýkur.

Helstu verkefni

  • Skipuleggja í samráði við tómstunda- og frístundafulltrúa og annað starfslið starfið í sumarfrístund með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni.
  • Aðstoð og utan umhald við sumarnámskeið fyrir miðstig í Fjarðabyggð.
  • Halda utan um skráningu barna í sumarfrístund og sumarnámskeið.
  • Gefa börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og sinna þroskandi viðfangsefnum jafnt úti sem inni.
  • Hjálpa börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.

Menntun og reynsla

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur uppeldismenntun er æskileg.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Hreint sakavottorð
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Metnaður og dugnaður.
  • Áhugi á að taka þátt í og þróa nýtt verkefni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.
  • Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Eyrún Inga Gunnarsdóttir forstöðumaður tómstunda- og frístundamála í síma 470 9000 og í gegnum netfangið [email protected]

Sæktu um hér.