Flugvallarvörður á Vopnafirði

Isavia Innanlandsflugvellir óskar eftir að ráða flugvallarvörð á Vopnafirði. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Helstu verkefni eru eftirlit með flugvallarmannvirkjum og flugbrautum, samskipti við flugvélar um flugradíó (AFIS), viðhald á tækjum flugvallarins, snjóruðningur og hálkuvarnir. Gerð er krafa um gott heilsufar. Um er að ræða 70 – 100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfunin tekur u.þ.b. þrjá mánuði.

Menntunar- og hæfniskröfur
 Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru skilyrði
 Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur
 Góð tölvukunnátta er skilyrði

 Gott vald á íslensku og ensku

Deila