Flugþjónustufólk á Egilsstöðum

Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytilegt starf við afgreiðslu flugvéla og þjónustu við flugfarþega á Egilsstöðum. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund og hæfni í mannlegum samskkiptum til að tryggja jákvæða upplifun farþega.

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Áhugi og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg
 • Mjög góð íslensku og enskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta
 • Gilt bílpróf og vinnuvélaréttindi æskileg
 • 18 ára lágmarksaldur

Starfssvið

 • Störf á flughlaði við komur og brottfarir flugvéla svo sem lestun og losun
 • Innritun farþega og farangurs og eftir tilvikum afgreiðsla á vörusendingum
 • Annast almenna starfsemi í flugstöð
 • Bókanir og fullnaðarfrágangur á fyrirfram greiddri þjónustu
 • Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini, m.a. í gegnum síma
 • Skoðun skilríkja og afgreiðsla farþega við brottfararhlið. Staðfesta heildarfjölda farþega um borð
 • Önnur þau störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni

Þeir sem valdir verða úr hópi umsækjenda þurfa að sækja undirbúningsnámskeið. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2022. Áhugasamir sendi inn umsókn ásamt ferilskrá á www.jobs.50skills.com/icelandair/is/15344. Halldór Örvar Einarsson, stöðvarstjóri veitir nánari upplýisngar í gegnum halldore@icelandair.is