Flugradíómaður Egilsstaðaflugvelli-sumarstarf

Við óskum eftir að ráða flugradíómann til sumarafleysinga á Egilsstaðaflugvöll. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfun tekur u.þ.b. þrjá mánuði. Helstu verkefni eru að veita flugmönnum upplýsingar úr flugturni, fylgjast með fjarskiptarásum (radíó og síma) á auglýstum þjónustutíma ásamt gerð og dreifingu veðurathugana.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Gerð er krafa um gott heilsufar

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2023 og sótt er um starfið í gegnum vefsíðu Isavia: Yfirlit yfir störf í boði | Isavia