Fljótsdalshérað auglýsir eftir félagsráðgjöfum

Tvær lausar stöður félagsráðgjafa í Austurlandslíkaninu
hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs
önnur staðan er til eins árs, með möguleika á framlengingu, hin er framtíðarráðning

Félagsráðgjafi starfar í teymi Austurlandslíkansins er kemur að málefnum barna og fjölskyldna í samstarfi við skóla, leikskóla og heilsugæslu. Teymið starfar að hluta til í leik- og grunnskólum þeirra sex sveitarfélaga sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Auk þess að sitja í teyminu, starfar félagsráðgjafi innan fjölskyldusviðs og sinnir m.a. barnaverndarmálum ásamt öðrum þeim störfum sem almennt tilheyra sviðinu.

Félagráðgjafi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.

Menntunar og hæfniskröfur:
Starfsréttindi í félagsráðgjöf
Þekking og reynsla af félagsþjónustu og barnavernd
Getu og vilja til samvinnu og hæfni til að starfa í teymi og hugsa í lausnum
Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu
Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á Navision og OneSystems er kostur
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Kostur að hafa PMTO meðferðarmenntun
Bílpróf

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2019
Störfin eru laus frá og með næstu áramótum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið [email protected]
Nánari upplýsingar um starfið veitir Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri í síma 4700700.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um.
Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir og fjölskylduvænir.