Fjarðabyggð auglýsir eftir garðyrkjufræðingi til starfa

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða garðyrkjufræðing til starfa hjá garðyrkjudeild sveitarfélagsins. Garðyrkjudeildin sér meðal annars um að sinna öllum gróðri á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, sem og vinnuskóla Fjarðabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Er staðgengill garðyrkjustjóra
• Verkstjórn flokksstjóra í vinnuskóla
• Kortlagning og framkvæmd verkefna í samvinnu við garðyrkjustjóra
• Aðstoða við þjálfun og fræðslu flokksstjóra
• Fylgjast með viðhaldi og öryggi véla og tækja
• Klippingar og grisjun á trjám og runnum
• Útplöntun á trjám, runnum, sumarblómum og haustlaukum
• Garðsláttur
• Viðhald á beðum, bekkjum og blómakörum

Hæfni:
• Garðyrkjufræðingur með sveinspróf af skrúðgarðyrkju er kostur
• Reynsla af verkstjórn
• Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka
• Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
• Almenn ökuréttindi
• Reglusemi og stundvísi
• Líkamlegt hreysti
• Vinnuvélapróf er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Björk Einarsdóttir garðyrkjustjóri
Fjarðabyggðar, [email protected]
Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is.