
Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Lausar eru til umsóknar tvær 100% stöður ráðgjafa við barna- og fjölskylduvernd félagsþjónustu Múlaþings. Ráðið er í stöðunar frá 15. ágúst nk. eða eftir samkomulagi.
Starfskraftur sinnir meðal annars barnaverndarmálum, félagslegri ráðgjöf, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, samvinnu eftir skilnað sem og öðrum þeim störfum sem almennt tilheyra sviðinu.
Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnsla barna- og fjölskylduverndarmála.
- Ráðgjöf við foreldra og börn.
- Ráðgjöf við aðra sem að málum barna koma.
- Málstjóri barnaverndarmála.
- Málstjóri í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og þátttaka í teymi innan Austurlandslíkansins.
- Samstarf við aðrar stofnanir sem tengjast börnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða menntun á uppeldis- eða heilbrigðissviði
- Þekking og reynsla af félagsþjónustu og barnavernd er kostur
- Geta og vilji til samvinnu og hæfni til að starfa í teymi og hugsa í lausnum
- Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu er kostur
- Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystems er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Hreint sakavottorð
- Bílpróf
Fríðindi í starfi
Styttri vinnuvika, heilsueflingarstyrkur