Félagsleg heimaþjónusta – Egilsstaðir

Um er að ræða 50% sumarstarf en jafnvel möguleiki á framtíðarstarfi. Starfið felst meðal
annars í aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu ásamt því að veita félagsskap.
Upplýsingar um starfið veitir Aðalheiður Árnadóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu
[email protected]
Hæfniskröfur
• Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Íslenskukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
• Ökuréttindi eru æskileg.

Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir og fjölskylduvænir.