Félagsleg heimaþjónusta í Múlaþingi

Um er að ræða 60% – 100% framtíðarstarf frá 1. maí nk.

Starfið felst meðal annars í aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu ásamt því að veita félagsskap.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta.
  • Ökuréttindi eru æskileg.
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur.