Fagstjóri Hallormsstaðaskóla

Hallormsstaðaskóli leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði sjálfbærni og sköpunar. Við Hallormsstaðaskóla er kennd alþjóðleg, þverfræðileg námsleið í Skapandi sjálfbærni (Creative sustainability). Hallormsstaðaskóli hefur verið starfandi í 93 ár en námsleiðin hóf göngu sína árið 2019 og er heilsárs einingabært nám á 4. hæfniþrepi.

Fagstjóri hefur starfsstöð í Hallomrsstaðaskóla, framsækinni menntastofnun í hjarta Hallormsstaðaskógar. Agstjóri ber ábyrgð á skipulagi kennslu, undirbúnings námsgagna og kennsluáætlana, móttöku og þjónustu við komu sérfræðinga ásamt því að bera ábyrgð á námsmati nemenda. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Fagstjóri sinnir yfirumsjón og kennslu með stöðumati og lokaverkefnum nemenda og þarf því að búa yfir þekkingu á akademsíkri rannsóknarvinnu og hafa góða faglega yfirsýn. Æskilegt er að fagstjóri hafi reynslu af stjórnun, kennslu og/eða að leiðbeina nemendum í akademísku námsumhverfi.

Starfið býður upp á rík tækifæri til að sýna frumkvæði í að skapa framúrskarandi náms- og nýsköpunarumhverfi fyrir alþjóðlega nemendahóp og taka þátt í stefnumótun Hallormsstaðaskóla til framtíðar.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

Greinargóð ferilskrá, skrá yfir stjórnunarstörf, kennslureynslu og/eða önnur akademísk störf ásamt kynningarbréfi. Staðfest afrit af prófskírteinum.

Starfshlutfall frá 50%-100% allt eftir samkomulagi. Æskilegt er að einstaklingur geti hafið störf sem fyrst þar sem um afleysingarstarf er að ræða á vormisseri en með möguleika á framtíðarstarfi við skólann.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Fiona Ford, skólameistari, [email protected] eða í síma 862 2896.

Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningverf Alfreðs: Fagstjóri Hallormsstaðaskóla | Hallormsstaðaskóli | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is) eða með innsendum gögnum í tölvupósti á skólameistara [email protected]

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum..

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á viðeigandi sviði, gjarnan þverfagleg, með reynslu af kennslu og stjórnun
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausamiðuð vinnubrögð
  • Færni til að viðhalda og stækka akademískt tengslanet og þróa námsleiðina
  • Framúrskarandi hæfni og reynsla af framsetningu efnis og miðlun þess
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.