Eskja óskar eftir að ráða vinnslustjóra

Eskja óskar eftir að ráða vinnslustjóra til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í uppsjávarfrystihúsi félagsins á Eskifirði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hluta árs er unnið á 12 tíma vöktum sem skiptast í dag- og næturvaktir.

Starfssvið

  • Eftirlit með afköstum og virkni framleiðsluferlis sé í uppsjávarvinnslunni.
  • Að tryggja að vandamál í framleiðsluferli séu greind, leyst og skráð.
  • Vinnslustjóri aðstoðar við verkstjórn þegar það á við og er staðgengill verkstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla tengd sjávarútvegi er kostur.
  • Góður skilningur á framleiðsluferli og framleiðslutækni.
  • Hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við einstaklinga og starfsmannahópa.
  • Hæfni til að hvetja fólk til dáða og hámarka frammistöðu þess.
  • Hæfni til að leiða greiningu og úrlausn vandamála.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
  • Hæfni til að nota og læra á ýmis tölvuforrit og kerfi (Innova, MS Office, Navision, Tímon o.fl.).

Fyrirtækið / stofnunin

Eskja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meginstarfsemi þess eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Félagið gerir út þrjú uppsjávarveiðiskip og rekur á Eskifirði eina fullkomnustu uppsjávarvinnslu á Íslandi. Í uppsjávarfrystihúsi og mjöl og lýsisvinnslu félagsins framleiðir Eskja á sjálfbæran hátt hágæða afurðir úr uppsjávarfiski. Um 90 manns vinna hjá félaginu og höfuðstöðvar þess eru á Eskifirði.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2020

Deila