Eskja óskar eftir að ráða rafvirkja

Rafvirki í viðhaldsteymi

Eskja óskar eftir að ráða rafvirkja til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í tæknideild í uppsjávarfrystihúsi félagsins á Eskifirði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

  • Viðhald, eftirlit og viðgerðir.
  • Undirbúningur og skipulag viðhaldsverkefna.
  • Vinna við fyrirbyggjandi viðhald.
  • Verkefni í samstarfi við rekstrar- og tæknifólk.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í rafvirkjun eða önnur sambærileg menntun er skilyrði.
  • Reynsla af vinnu við PLC–stýringar er kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í teymi.
  • Vilji til að leita stöðugra endurbóta.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Fyrirtækið / stofnunin

Eskja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meginstarfsemi þess eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Félagið gerir út þrjú uppsjávarveiðiskip og rekur á Eskifirði eina fullkomnustu uppsjávarvinnslu á Íslandi. Í uppsjávarfrystihúsi og mjöl og lýsisvinnslu félagsins framleiðir Eskja á sjálfbæran hátt hágæða afurðir úr uppsjávarfiski. Um 90 manns vinna hjá félaginu og höfuðstöðvar þess eru á Eskifirði.

  • Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2020