Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Við leitum að öflugum aðila í timburafgreiðslu Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi. Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli þjónustulund, sýnir frumkvæði í starfi, er lausnamiðaður og býr yfir góðum samskiptahæfileikum.
Helstu verkefni í timburafgreiðslu eru tiltekt og afgreiðsla pantana til viðskiptavina og önnur almenn lagerstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Sterk öryggisvitund
- Almenn tölvukunnátta
- Lyftarapróf, J réttindi er kostur
- Bílpróf skilyrði
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.