Efnaverkfræðingur í álframleiðslu

Við leitum að efnaverkfræðingi til að stýra framleiðsluferlum í kerskálum Fjarðaáls. Keralína álversins við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu og öflugustu í heiminum. Álið er framleitt í 336 tölvustýrðum rafgreiningarkerum.

Umsóknarfrestur er til og með fimtudeginum 21. febrúar.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst.
Umsóknir eru trúnaðarmál og verður þeim öllum svarað.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Frekari
upplýsingar veitir Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu,
á netfanginu [email protected]. Umsóknum skal skilað
ásamt ferilskrá á www.alcoa.is.

Hæfniskröfur
Háskólagráða í efnaverkfræði, meistarapróf æskilegt
Reynsla af stjórnun og framleiðslu
Vilji til að leita stöðugra umbóta
Hæfni til að setja fram upplýsingar og miðla þeim
Lipurð í samskiptum
Góð íslensku- og enskukunnátta

Ábyrgðarsvið
Stýra og þróa framleiðsluferli kerskála
Hámarka nýtni kera á sem umhverfisvænastan hátt
Stilla kerstýringar
Greina hráefni og gæði hráefna og afurða
Tryggja stöðugar umbætur
Styðja og þjálfa aðra starfsmenn

Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið
1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum.
Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði
starfsmanna, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið.