Dagforeldri á Fljótsdalshéraði

Hefur þú áhuga á sjálfstæðu starfi
með ungum börnum?
Gætir þú hugsað þér að gerast dagforeldri á Fljótsdalshéraði?
Ef þú hefur gaman af börnum þá er starfið bæði mjög gefandi og skemmtilegt auk þess að
vera krefjandi.
Sveitarfélagið gefur út leyfi fyrir starfandi dagforeldra, hefur eftirlit með starfsemi þeirra og sér
um endurgreiðslur vegna þeirra barna sem eru í gæslu hverju sinni.
Ef þetta vekur áhuga þinn hafðu þá samband við Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur hjá
félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs í síma 4700 700 eða á netfanginu [email protected]
til að fá nánari upplýsingar.

Deila