Byggingahönnuður – Reyðarfjörður

Verkís óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing, -tæknifræðing eða byggingafræðing á starfsstöð Verkís á Reyðarfirði. Starifð felst í fjölbreyttum hönnunarverkefnum, útboðsgagnagerð, kostnaðaráætlanagerð og eftirliti í verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingafræði
  • Reynsla af hönnun í mannvirkjagerð
  • Reynsla í notkun hönnunar- og teikniforrita, t.d. AutoCad, Revit eða Civil 3D
  • Þekking á BIM aðferðafræðinni og notkun líkana við hönnun er kostur
  • Gott vald á íslensku, ensku og gott vald á einu Norðurlandamáli er kostur

Starfsstöð er á Reyðarfirði. Starfsstöðvar Verkís á Austurlandi eru á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Verkís: https://jobs.50skills.com/verkis/is/15091

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum aoa@verkis.is og Ari Guðmundsson sviðstjóri Starfsstöðvasviðs, arg@verkis.is.

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafafyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Yfir 350 manns starfa hjá fyrirtækinu að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Unnið er með breiðum hópi viðskiptavina s.s. opinberum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einkaaðilum.

Verkís er með útibú í öllum landshlutum og samtals 12 starfsstöðvar á landsbyggðinni. Það er metnaður Verkís að veita staðbundna þjónustu sem víðast á landinu. Tæknifólk okkar á landsbyggðinni sinnir margvíslegum verkefnum og því til viðbótar eru aðrir sérfræðingar Verkís sem koma að sértækari verkefnum og þjónustuframboðið því afar breitt.