Brunavarnir á Austurlandi

Brunavarnir á Austurlandi auglýsa eftir slökkviliðsmönnum á Vopnafirði, Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og Djúpavogi.
Um er að ræða hlutastörf.
Umsækjendur þurfa að hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir,
reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn og rétta litaskynjun. Slökkviliðsmenn skulu stunda nám við Brunamálaskólann og endurmenntun eftir skipulagi þar um, auk mánaðarlegra æfinga.

Konur eru sértaklega hvattar til að sækja um.
Brunavarnir á Austurlandi er samlag sveitarfélaga um slökkvilið. Hlutverk slökkviliðs er að
sinna viðbragði vegna eldsvoða, umferðarslysa og mengunaróhappa á starfssvæðinu.

Upplýsingar veita:
Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri, s. 861 – 2164 / [email protected]
Haraldur Geir Eðvaldsson varaslökkviliðsstóri, s. 869 – 4361 / [email protected]

Deila