Bókavörður á Egilsstöðum

Bókasafn Múlaþings óskar eftir að ráða bókavörð í um 60% framtíðarstarf á starfsstöð safnsins á Egilsstöðum. Samkomulag er um upphaf starfs.

Helstu verkefni starfsmanns eru afgreiðsla, móttaka og frágangur safnkosts ásamt því að leiðbeina og veita safngestum aðstoð.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Múlaþings.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við gesti, upplýsingagjöf, aðstoð og afgreiðsla.
  • Móttaka og frágangur safnkosts.
  • Þátttaka í viðburðahaldi.
  • Móttaka skólahópa og annarra hópa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál.
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af notkun gagnasafns Landskerfis bókasafna er kostur.
  • Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
  • Hreint sakavottorð.
Secret Link