Bókavörður á Djúpavogi

Bókasafn Múlaþings óskar eftir að ráða bókavörð í um 60% framtíðarstarf á starfsstöð safnsins á Djúpavogi. Safnið er bæði almennings- og skólabókasafn. Samkomulag er um upphaf starfs.

Helstu verkefni starfsmanns eru afgreiðsla, móttaka og frágangur safnkosts ásamt því að leiðbeina og veita safngestum aðstoð.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Múlaþings.

Möguleiki er á hlutastarfi við Djúpavogsskóla til að auka starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með starfsstöð Bókasafns Múlaþings á Djúpavogi.
  • Þjónusta við gesti, upplýsingagjöf, aðstoð og afgreiðsla.
  • Skipuleggja samstarf og þjónustu safnsins við Djúpavogsskóla.
  • Aðstoð við nemendur og kennara.
  • Móttaka og frágangur safnkosts.
  • Umsjón með viðburðahaldi í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi
  • Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Reynsla af notkun gagnasafns Landskerfis bókasafna er kostur
  • Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Hreint sakavottorð
Secret Link