Blikksmiður – Fjarðabyggð

Launafl óskar eftir að ráða blikksmið í fullt starf í blikksmiðju fyrirtækisins. Launafl er iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð með fjölbreytta starfsemi í flestum greinum sem lúta að iðnaði. Í fyrirtækinu er skemmtilegur starfsandi og öflugt starfsmannafélag.

Góð laun eru í boði og tækifæri til starfsþróunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Almenn blikksmíðastörf
 Samskipti við viðskiptavini
 Tölvuvinnsla og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
 Sveinspróf eða meistararéttindi á sviði blikksmíði
 Hæfni í mannlegum samskiptum
 Almenn tölvukunnátta
 Ökuréttindi
Deila