Austurbrú auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema

Austurbrú auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema sem að lágmarki hafa lokið tveimur árum í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkisstjórnar­innar til fjölgunar sumarstarfa. Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst 2020. Nemendur þurfa að leggja fram vottorð um skólagöngu s.l. önn, sem og þá næstu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 Leitað er að nemum sem bæði hafa áhuga og grunn í markaðsfræðum, hagnýtingu samfélagsmiðla, grafískri miðlun, ferðamálafræði eða sambæri­legum sviðum.
Helstu verkefni

– Samskipti og eftirfylgni við ferða­þjónustuaðila.

– Miðlun og uppsetning kynningarefnis.

– Skráning í gagnabanka.

– Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

– Góð tölvu- og tæknikunnátta og færni til að tileinka sér ný forrit.

– Góð samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð.

– Rík þjónustulund og jákvæðni.

– Skapandi og lausnamiðuð hugsun.

– Góð tal- og ritfærni á íslensku og ensku.

– Bílpróf.

Staðsetning

Nemandi getur sótt vinnu á öllum starfsstöðvum Austurbrúar.

Umsóknir

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningar­bréf með ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á netfangið [email protected] og er umsóknarfrestur til og með 1. júní 2020.