Almenn umsókn í Alcoa Fjarðaál

Við erum ávallt að leita að góðu fólki til að styrkja hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn og við höfum samband ef starf við hæfi losnar.

Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útfutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.

Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar

Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.

Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar

Fastráðnir starfsmenn Fjarðaáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Framleiðslustarfsmenn eru kjarninn

Framleiðslustarfsmenn eru kjarninn í verðmætasköpun Fjarðaáls. Nærri tveir af hverjum þremur starfsmönnum Fjarðaáls sinna framleiðslu í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Framleiðslustörfin eru að jafnaði unnin á þrískiptum átta tíma vöktum þar sem vinnuskylda er 150 klukkustundir á mánuði.

Teymisvinna ólíkra einstaklinga

Teymi eru grunneiningar í skipulagi og stjórnun Fjarðaáls. Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga skili bestum árangri. Við erum alls konar fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Konur eru um 25% starfsmanna Fjarðaáls og markmiðið er að kynjahlutföll í öllum teymum verði sem jöfnust. Um 28% starfsmanna eru innan við þrítugt, 49% á aldrinum 30-49 ára og 23% eru 50 ára eða eldri.

Getur verið að Fjarðaál sé vinnustaður fyrir þig?

Umsækjendur verða að hafa ná 18 ára aldri, tala íslensku, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum ivð þig til að kynna þér málið nánar og senda inn umsókn. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um störfin sem fyrst. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hægt er að sækja um störfin á: The Element of Possibility™ (myworkdayjobs.com)

Fríðindi í starfi

  • Íþrótta- og meðferðarstyrkir
  • Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
  • Mötuneyti
  • Öflug velferðaþjónusta