
Afgreiðslustjóri hjá Eimskip í Fjarðabyggð
Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf afgreiðslustjóra í Fjarðabyggð. Um fullt starf er að ræða og er eglubundinn vinnutími frá 08:00 – 16:00 alla virka daga.
Helstu verkefni
- Almennur rekstur og stýring verkefna, s.s. vöruafgreiðsla, vörudreifing, þjónusta við viðskiptavini í Fjarðabyggð og tilboðsgerð
- Starfsmannamál og skipulag á starfstöðvum okkar er einnig hluti af verkefnum afgreiðslustjóra en þær eru á Reyðarfirði og Neskaupstað
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stjórnunarreynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Þjónustulund, jákvæðni og samskiptahæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta og tölvukunnátta
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæi í vinnubrögðum
- Frumkvæði, stundvísi og almenn hreysti
Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Þór Sigurðarson, svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi, í gegnum netfangið dts@eimskip.is
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum vefsíðu Eimskips, www.eimskip.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2022.