Aðstoðarskólastjóri

Djúpavogsskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðskoðarskólastjóra.

Leitað er að öflugum og farsælum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og gengur því undir þeim kringumstæðum inn á verk- og starfssvið skólastjóra, tekur ennfremur þátt í daglegu samstarfi við skólastjóra um ábyrgð á stjórnun skólans og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar skólastarfsins.

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónlistarskóli með rúmlega 90 nemendum. Skólinn vinnur í takt við hugmyndafræði Cittaslow og leggur mikla áherslu á velferð og vellíðan. Skólinn er í mikilli þróun með áherslur á teymiskennslu, úti- og grenndarnám, núvitund og nýsköpun.

Einkunnarorð skólans eru hugrekki, virðing og samvinna.

Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Nánari upplýsingar um Djúpavogsskóla má finna á vef skólans, www.djupavogsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Staðgengill skólastjóra
  • Vinnur ásamt samstarfsfólki að stefnumörkun skólans
  • Veitir faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
  • Kemur að skólanámskrárgerð og innra mati
  • Vinnur ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun skólans og skipulagningu skólastarfsins
  • Leiða samstarf og samræðu ólíkra einstaklinga og kynna skólastarfið innan skólans sem utan

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla
  • Þekking og forystuhæfileikar til að leiða framsækna skólaþróun
  • Stjórnunar- og skipulagshæfileikar
  • Metnaður og áhugi á menntun barna og unglinga
  • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélagi Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Sandholt skólastjóri á netfanginu thorbjorg.sandholt@mulathing.is eða í síma 470 8710.

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á Fjölskyldusvið Múlaþings þurfa að veita heimild til að leitaðsé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Aðstoðarskólastjóri | Djúpavogsskóli | Fullt starf Djúpivogur | Alfreð (alfred.is)