
Aðstoð í veitingasal – Icelandair hótel Hérað
Icelandair hótel Hérað leitar að jákvæðu og drífandi starfsfólki til starfa í veitingasal hótelsins
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu sarfi kostur
- Rík þjónustulund og vönduð framkoma
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og sveigjanleiki
- Jákvæðni og vilji til að taka að sér fjölbreytt verkefni
- Góð enskukunnátta skilyrði
Starfssvið:
- Undirbúningur veitingasals fyrir gesti
- Fagleg móttaka og þjónusta gesta í sal
- Frágangur í sal
- Önnur tilfallandi verkefni
Vinsamlegast leggið inn umsókn í gegnum vefsíðuna Aðstoð í veitingasal – Icelandair hótel Hérað – 50skills
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars næstkomandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Dagný Birgisdóttir, hótelstjóri,
Icelandair hótel er fyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur með sameiginleg markmið, þar sem borin er virðing fyrir gestum, samstarfsmönnum og náttúrunni.