Aðalbókari Síldarvinnslunnar hf.

Vinnustöð aðalbókara er á skrifstofu félagsins í Neskaupstað. Ef nýr aðalbókari býr ekki þegar á svæðinu mun Síldarvinnslan aðstoða við búferlaflutninga, þ.m.t. atvinnuleit maka.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Aðalbókari hefur yfirumsjón með  fjárhags- og viðskiptabókhaldi félagsins og tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga.
 Jafnframt kemur aðalbókari að gerð ársreiknings, árshlutareikninga og annarra reglubundinna uppgjöra móðurfélagsins og samstæðunnar í samvinnu við fjármálastjóra.
 Aðalbókari tekur þátt í greiningu fjárhagsupplýsinga og undirbúningi upplýsinga fyrir stjórn og framkvæmdastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
 Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði.  Meistaragráða (MACC) í reikningshaldi og endurskoðun er kostur
 Reynsla af uppgjörsvinnu og ársreikningsgerð
 Reynsla af færslu og umsjón bókhalds
 Þekking á Navision, Excel og PowerBI
 Góð íslensku- og enskukunnátta
 Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Deila