Verkefnastjóri rafrænnar þróunar og þjónustu

Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfileika og góða þekkingu á rafrænum tækifærum.
Þekking og reynsla af þróunar- og breytingstjórnun.

Helstu verkefni:

● Stýra teymi innleiðingar rafrænnar þjónustu og notendamiðaðrar hönnunar
● Þróun og efling rafrænna þjónustuleiða
● Mótar stefnu og stýrir vefum og samfélagsmiðlun á vegum sveitarfélagsins
● Þjálfun og handleiðsla samstarfsfólks
● Náið samstarf við aðrar deildir sveitarfélagsins
● Aðkoma að stefnumótun í rafrænni þjónustu

Menntun, hæfni og reynsla:

● Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
● Reynsla af verkefnastjórnun og teymisstjórnun skilyrði
● Reynsla og þekking á stafrænum lausnum skilyrði
● Reynsla af þjónustuþróun og notendamiðaðri hönnun
● Reynsla af þróun og innleiðingu breytinga
● Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
● Leiðtogafærni og skipulagshæfileikar
● Lausnamiðuð og skapandi hugsun
● Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum.
Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.

Umsækjendur geta valið aðalsstarfsstöð í einu af sveitarfélögunum fjórum en munu þjóna öllum íbúum og starfsfólki nýja sveitarfélagsins. Mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í september 2020.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is