Kæfa frá Breiðdalsbita

Markmið Breiðdalsbita er að framleiða hreina gæða, náttúruafurð. Breiðdalsbiti leggur áherslu á að vera umhverfisvæn og eru kæfunni því pakkað inn í glerkrukkur í stað plasts. Glerkrukkurnar eru lofttæmdar sem gefur vörunum lengri líftíma án allra rotvarnarefna.

Fjallakæfan er tilvalin sem fyrsti kostur kjöts handa ungbörnum! Blanda saman við graut eða mauk sem þau þekkja.
Fjallakæfan er mjög lítið krydduð og með lítinn lauk einnig.

Lamba Beikonkæfa – Fyrir sælkera, kröftugri og bragðmeiri en hefðbundnar kæfur.
Innihald: kindakjöt, vatn, lambabeikon (kjarnafæði), laukur, sjávarsalt og pipar.