Jólakötturinn (Barramarkaður)
Jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, austfirskt handverk og ljúffengur matur. Einhvernveginn svona er yfirskrift jólamarkaðarins í Barra sem er haldinn hátíðlega ár hvert. Markaðurinn hefur fyrir löngu síðan fest sig í sessi sem árlegur viðburður Austfirðinga sem enginn má missa af.
Austfirskir framleiðendur keppast um að selja og kynna vörur sínar á markaðnum sem er sá stærsti sinnar tegundar á Austurlandi. Meðal afurða sem hafa sést til sölu undanfarin ár eru:
- Fetaostur frá Héraði
- Harðfiskur og hákarl frá Borgarfirði
- Austfirskt bakkesli
- Villibráð
- Ýmis kjötvara