Cittaslow sunnudagur
Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow. Markmið hans er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu. Oftast er haldin matartengd hátíð eða markaður. Fyrsta árið var boðið upp á afurðir unnar af heimamönnum, sultur, saft, sveppir, líkjörar og hundasúrusúpa.
Sauðkindin og afurðir hennar voru þemað annað árið og fjölbreytileika samfélagsins var fagnað eitt skiptið þegar alþjóðleg matargerð var þemað. Kynnt var staðbundin framleiðsla, menning og saga fólksins í þorpinu sem á bakgrunn í öðrum löndum og 17 þjóðerni kynntu matargerð frá sínu heimalandi.