![](https://austurland.is/wp-content/uploads/2019/01/R1-00301-0008-e1549618464462-1100x605.jpg)
Nýtt kynningarmyndband um Austurland
Í dag, 17. janúar, fer í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland. Myndbandið, sem er eins konar örsaga, lýsir upplifun aðkomumanneskju af svæðinu í máli og mögnuðum myndum og tekst þannig að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan sérstaka og töfrandi landshluta. Myndbandið er framleitt og tekið upp af Sebastian Ziegler en leikstjóri var Henrik Dyb Zwart og með aðalhlutverk fór Nanna Juelsbo.